top of page

Rolling Stones

Rolling Stones er Bresk rokkhljómsveit sem braust til frægðar á sjöunda áratugnum. Hljómsveitin hafði mikil og er tungan eða merki hljómsveitarinnar til í óteljandi útgáfum á bolum, töskum, húfum og öllum mögulegum miðlum, hún er til í óteljandi stafrænum eintökum og í risavöxnum prentum, pósterum, flugumiðum og í listaverkum aðdáenda. Hljómsveitin var stofnuð árið 1962 í Lúndúnum. Hún samanstóð af Brian Jones (gítarleikari), Mick Jagger (söngvari), Keith Richards (gítarleikari og bakraddir), Bill Wyman (bassaleikari), Charlie Watts (trommur), og Ian Stewart (píanóleikari). Brian Jones var rekinn úr hljómsveitinni mánuði áður en hann lést árið 1969. Mick Taylor kom í stað hans og spilaði með þeim til 1974. Ronnie Wood tók stöðu Taylors árið 1975 og hefur verið þar síðan þá. Leiðir Wyman og Rolling Stones skildust árið 1993 og Darryl Jones ferðaðist með þeim sem bassaleikari. Aðrir sem ferðuðust með hljómsveitinni voru Nicky Hopkins (1967 - 1982), Billy Preston (í gegnum áttunda áratuginn) og Chuck Leavell (1982-). Leiðtogi hljómssveitarinnar var Brian Jones, en eftir að hafa gengið í lið með Keith og Mick tóku þeir við keflinu meðan hann barðist við fíkniefni og persónuleg vandamál. 

Fíkniefnaneysla

Flestir meðlimir Rolling Stones voru í mikilli neyslu og sumir af þeim eru enn þann dag í dag. Brian Jones var sá sem átti í mestum erfiðleikum með neyslu sína á eiturlyfjum. Hann var rekinn úr Rolling Stones vegna þess að oft á tíðum var hann gjörsamlega sambandslaus og mætti ekki í hljóðverið og ef hann mætti gerði hann lítið sem ekkert.

Meðlimir Rolling Stones komust oft í kast við lögin.

​

Lögreglan réðst inn á heimili Keith eftir að hafa fengið ábendingu frá fjölmiðlum. Lögreglan ákærði Keith og Jagger fyrir vörslu fíkniefna. Fjórum mánuðum seinna voru þeir dæmdir í fangelsi Mick í þrjá mánuði og Keith í eitt ár. Þeir áfrýjuðu dómnum og var þeim sleppt tveimur mánuðum seinna

Kast við lög

Rolling Stones voru fremstir í flokki Breskra hljómsveita ásamt Bítlunum og fl. sem urðu vinsælar í Bandaríkjunum á sjöunda áratugnum. Rolling Stones hafði  áhrif á ímynd uppreisnagjarnra ungmenna, sem hjálpaði þeim að ná þeim vinsældum sem þeir njóta og að hafa þau áhrif sem hljómsveitin hefur haft. Nafn hljómsveitarinnar Rolling Stones kemur frá Bandaríska blús söngvaranum Muddy Waters. Muddy gaf út lag sem var skírt Rollin' Stone. Mick fékk afar mikinn innblástur frá laginu og endaði að skíra sína eigin hljómsveit eftir laginu.

Rollin' Stone

bottom of page